• 00:01:01Una Schram
  • 00:21:1225 ára afmælistónleikar XXX Rottweiler hunda
  • 00:32:26Lærdómstími ævin er

Lestin

Una Schram snýr aftur, 25 ára rapphundar, Lærdómstími ævin er

Á miðnætti í kvöld kemur út nýtt lag eftir tónlistarkonuna Unu Schram. Una hefur áður sent frá sér þó nokkrar smáskífur, eina stuttskífu og eina blandspólu á árunum 2019 til 2022 og þetta nýja lag er því það fyrsta sem heyrist frá Unu í einhver tvö ár. Það ber titilinn titilinn 1999 (There You Go) og verður frumflutt í útvarpi hér í Lestinni í dag.

Rappsveitin XXX Rottweiler hundar hafði mikil og mótandi áhrif á íslenskt rapp uppúr aldamótum, og fögnuðu um helgina tuttugu og fimm ára starfsafmæli með stórtónleikum í Laugardalshöll. Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar, lét sig sjálfsögðu ekki vanta.

Af gefnu tilefni rifjum við upp þátt Eiríks Orra Ólafssonar frá 2009, Lærdómstími ævin er, sem fjallar um stórsöngvarann Jón Þorsteinsson, en Jón féll frá fyrr í þessum mánuði.

Frumflutt

23. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,