Lestin

Vald samfélagsmiðla

Samfélagsmiðlar eru stöðugt stærri þáttur í opinberri samræðu á internetöld, líklega einn allra mikilvægasti vettvangur skoðanaskipta og upplýsingamiðlunar í dag. Miðbæjartorgið þar sem hver sem er getur staðið á sínum sápukassa og hrópað til samborgara sinna. En eru samfélagsmiðlarnir raunverulegt frjálst og opið almannarými?

Um þetta hefur verið rætt undanfarnar vikur, ekki síst eftir fráfarandi forseti Bandaríkjanna og fjöldi stuðningsmanna hans voru bannaðir á samfélagsmiðlum, vegna ótta um ofbeldisverk í aðdraganda valdaskipta í hvíta húsinu.

Lest dagsins er tileinkuð samfélagsumræðu á samfélagsmiðlum. Gestir þáttarins eru Finnur Dellsen dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður og borðtennisþjálfari, og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Birt

13. jan. 2021

Aðgengilegt til

13. jan. 2022
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags. Hér má heyra úrval þátta hverrar viku. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson.

Þættir