Lestin

Þrívíðir heimar, Sjónarhorn túristans, kosningafíkn

Mörg okkar eru í fráhvörfum eftir vikuna sem leið. Við störðum viðstöðulaust á rauð og blá kort af Bandaríkjunum í fjóra daga, hlustuðum á jakkafataklædda, vel greidda karlmenn útskýra þau og fólk við skrifborð velta fyrir sér hvað þetta þýddi allt saman - eins og við myndum ekki bara komast því á endanum þegar atkvæðin voru öll talin. En núna sitjum við í kosningaþynnku, með engan afréttara í augsýn og veltum fyrir okkur, hvernig urðum við svona háð?

Við hringjum til Berlínar í Lestinni í dag og heyrum í Maríu Guðjohnsen, þrívíddarhönnuði, sem býr og starfar þar í borg. María hefur vakið athygli fyrir sérstæða fantasíuheima sem hún skapar I verkum sínum, tónlistarmyndböndum, auglýsingum og plakötum. Meðal þess sem ber á gómar er efniskennd á netinu, staða kvenna í tæknigeiranum og mörkin milli hins efnislega og stafræna veruleika.

Marta Sigríður Pétursdóttir flytur sinn fyrsta pistil af fjórum um túrisma og sjónarhorn túristans.

Birt

9. nóv. 2020

Aðgengilegt til

9. nóv. 2021
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson.