Lestin

Meira af stolinni styttu, plaköt og Vitjanir

Á Páskadag verður frumsýnd íslensk sjónvarpsþáttaröð í Ríkissjónvarpinu, lækna- og fjölskyldudramað Vitjanir. Eva Sigurðardóttir er leikstjóri, Kolbrún Anna Björnsdóttir og Valgerður Þórsdóttir skrifa handritið og leika í þáttaröðinni. Hugmyndin þáttunum fæddist fyrir 8 árum og voru þeir hluta til hugsaðir til auka fjölbreytileika kvenkyns persóna í sjónvarpi.

Við kíkjum í Gallerí Port á plaköt eftir pólsku listakonuna og hönnuðinn Nötku Klimowitz, sem gerir list undir nafninu Kosmonatka, en litrík teiknuð verk hennar hafa prýtt fjölda auglýsingaplakata fyrir teknóútgáfuna bbbbbbb, tónlistarsamlagið Post-dreifingu, Smeklkleysu og pólitíska mótmælafundi á vegum Andrýmis svo eitthvað nefnt.

Í gær sögðum við frá því bronsstytta eftir Ásmund sveinsson hafi horfið af stalli sínum við Laugarbrekku á fimmtudag. Styttan sem er af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra nefnist Fyrst hvíta móðirin í Ameríku. Tveimur dögum síðar kom styttan í leitirnar þegar nýtt útilistaverk var afhjúpað á bílastæði í Reykjavík, þar fannst Guðríður inni í brotajárnsgeimflaug í nýju listaverki eftir Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur, sem þær nefndu Fyrstu hvítu móðurina í geimnum. En þær sögðu stytt Ásmundar vera rasíska og best vera geymda með geimrusls á sporðbaug um jörðu.

Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar og meðlimur í Guðríðar og Laugarbrekkuhópnum sem setti styttuna upp árið 2000. Við hringjum í hann og spyrjum hann hvernig honum varð um þegar styttan kom í leitirnar um helgina.

Frumflutt

12. apríl 2022

Aðgengilegt til

13. apríl 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.