Lestin

Kosningameme, greinarmerki, gamlir karlar og blóm

Ljósmyndir Sigurðar Unnars Birgissonar hafa ratað víða, enda hefur hann tekið passamyndir í ökuskírteini og vegabréf ófárra Íslendinga. Uppáhaldsmyndefni Sigurðar eru eldri karlmenn, til mynda þeir sem mæta í kringum sjötugsafmæli sitt og þurfa mynd í endurnýjað ökuskírteini. Um helgina opnar hann ljósmyndasýninguna Hilmir snýr heim með passamyndum rúmlega áttatíu eldri herramanna sem hann stillir upp við hlið ljósmynda af blómum.

Það styttist í kosningar, en kosið verður til alþingis á laugardag. þessu tilefni fáum sérfræðing til koma og rýna í kosningabaráttuna, ekki stjórnmálafræðing heldur mím-greinanda lestarinnar Laufeyju Haraldsdóttur.

Og svo veltum við fyrir okkur greinarmerki, einu pennastriki - ef það - hvers fjarvera hafði úrslitaáhrif á nýlegt dómsmál í bandaríkjunum og leiddi til fimm milljón bandaríkjadala bótagreiðslu. Þetta fyrirbæri er afar umdeilt og kallast oxford komman.

Birt

23. sept. 2021

Aðgengilegt til

24. sept. 2022
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.