Morgunvaktin

Matreiðsluvenjur, svefnlyfjanotkun og sígild tónlist

Í byrjun þáttar var stuttlega talað um handbolta, Ísland og Danmörk eigast við í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld. Þá var sagt frá því í dag verður Pétur Gunnarsson rithöfundur sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Fólk ver mun styttri tíma í matreiðslu en áður. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, fór yfir stöðu og þróun en í stuttu máli segja á fáeinum áratugum hafi matreiðslutíminn farið úr tveimur klukkustundum í hálfa.

Dregið hefur úr svefnlyfjanotkun í kjölfar átaksins sofðu vel. Anna Birna Almarsdóttir, prófessor í lyfjafræði við Kaupmannahafnarháskóla, og Þórunn Sveinbjörnsdóttir í Félagi eldri borgara, sögðu frá.

Magnús Lyngdal fjallaði um Fimm stóru (e. Big five), helstu sinfóníuhljómsveitir Bandaríkjanna og lék tóndæmi.

Tónlist:

Ekki bíl - Hrekkjusvín,

Gestir út um allt - Hrekkjusvín,

Get back - Bítlarnir,

Þarfasti þjónninn - Hilmir Snær Guðnason,

Augun þín blá - Bjarni Arason.

Frumflutt

30. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,