Morgunvaktin

Gleðileg jól

Í byrjun þáttar voru leikin jólalög og lesið úr gömlum blöðum; sagt frá Sesselju Sigvaldadóttur ljósmóður og Þórarni Jónssyni, Þórarin á Melnum.

Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur fór yfir horfurnar næstu daga.

Eftir Morgunfréttir var Gerður G. Bjarklind gestastjórnandi. Hún rifjaði upp bernskujólin og sagði sögur úr útvarpinu.

Við hringdum í séra Pálma Matthíasson sem ver jólunum á Flórída í Bandaríkjunum. Rætt var um jólahald hér og ytra.

Tónlist:

Í skóginum stóð kofi einn - Sigurður Flosason og félagar,

The christmas song/Jólaljós skært - Sigurður Flosason og félagar,

Jólaljós skært - Jakob Smári Magnússon,

Lofið þreyttum sofa - Elsa Sigfúss,

Heilög stund og hátíð er um jólin - Kór Langholtskirkju,

Hin eilífa frétt - Ríó tríó,

Hin fyrstu jól - Ingibjörg Þorbergs.

Frumflutt

24. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,