Morgunvaktin

Alþingi, leiðtogafundur og Kína

Oft eru vinnubrögðin á Alþingi gagnrýnd, það er gert af ýmsum ástæðum og af misalvarlegu tilefni. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur er einn þeirra sem hefur mikinn áhuga á störfum þingsins, og hann gaf í síðustu viku út nýja bók þar sem hann ber saman íslenska og danska þingið, bæði í fortíð og nútíð, þegar kemur því setja lög. Hann sagði okkur frá rannsókn sinni.

Svo fórum við til útlanda; fyrst vorum við í Evrópu með Birni Malmquist fréttamanni. Leiðtogar Evrópusambandsins hittast í Brussel síðar í vikunni og við röbbuðum um þann fund og ýmislegt fleira.

Í síðasta hluta þáttarins fórum við til Kína, í huganum. Við tókum upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir mánuði þegar við spjölluðum svolítið um Kína við Magnús Björnsson hjá Konfúsíusarstofnuninni í tilefni áramótanna þar í landi. Hagur fólksins og fyrirséð fólksfækkunn voru á dagskrá í dag.

Tónlist:

Mamas and Papas - Dedicated to the one I love.

Anna Sóley - I Just Smile.

Sálgæslan Hljómsveit - Hvernig sem fer.

Hoff, Jan Gunnar - The years.

Frumflutt

18. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,