Morgunvaktin

Fleiri leita til umboðsmanns skuldara

Enn er umtalsverð verðbólga í landinu þótt ekki hún jafn mikil og fyrir ári þegar hún fór yfir tíu prósent. sama skapi eru vextir háir og hafa verið undanfarin misseri. Allt hefur hækkað í verði; vörur og þjónusta, og ekki síst lánin. Hvernig reiðir fólki af í dýrtíðinni? Við spurðum umboðsmann skuldara; Ástu Sigrúnu Helgadóttur.

Færeyingar eru einstök gæðablóð; það sýndi sig enn og aftur á dögunum þegar þeir söfnuðu peningum fyrir Grindvíkinga vegna eldsumbrotanna. Tíu milljónir íslenskra króna söfnuðust á fáeinum dögum í gegnum Rauða krossinn þar í Færeyjum. Við spjölluðum um Færeyjar og Færeyinga við aðalræðismann Íslands í Þórshöfn, Ágústu Gísladóttur.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri vefsins FF7, fór yfir ýmislegt tengt ferðamálum. Flugfélagið Play, ferðamálastefna Íslands og fækkun gistinátta hér á landi voru á meðal þess sem Kristján ræddi.

Frumflutt

1. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,