Morgunvaktin

Alþjóðamál, handbolti, válistar og spænsk klassísk tónlist

Enn og aftur voru alþjóðamálin á dagskrá Morgunvaktarinnar. Ástandið í heiminum enda afskaplega óvenjulegt. Þorvaldur Gylfason, prófessor emeritus í hagfræði, fór yfir ástand og horfur almennt en talaði líka sérstaklega um löndin í norðanverðri Suður-Ameríku; Venesúela og grannríki.

Magnús Lyngdal fjallaði um sígilda tónlist. Slegnir voru öðruvísi tónar en vanalega; Magnús dró úr skjatta sínum dæmi úr spænskri tónlistarsögu og sagði okkur frá nokkrum tónskáldum.

Þá var rætt um handbolta, en íslenska karlalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í dag. Sömuleiðis var talað um válista, í gær voru það fuglarnir en í dag spendýrin.

Tónlist:

Cat Stevens - Morning has broken.

Cat Stevens - Wild world.

Cat Stevens - Moonshadow.

Emilíana Torrini - Sunny road.

Lay Low - Please don't hate me.

Frumflutt

16. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,