Morgunvaktin

Staðan á Reykjanesi

Þátturinn var mestu helgaður stöðunni á Reykjanesskaga, þar sem fór gjósa fyrir rétt rúmum sólarhring. Í kjölfarið fór hitavagnslögn í sundur með þeim afleiðingum tugþúsundir manna eru án hitaveitu á Reykjanesi.

Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar og Valgerður Björk Pálsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ ræddu við þáttastjórnendur í gegnum síma og fóru yfir stöðu mála í sveitarfélögunum.

Innviðirnir á Reykjanesi eru hluti af þjóðaröryggi Íslendinga sem var til umfjöllunar í þættinum. Þau mál voru rædd við Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus kom í síðasta hluta þáttar og ræddi um stöðuna og framhaldið á eldgosinu og atburðunum á Reykjanesinu.

Umsjón með þættinum höfðu Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Kristinn Snær Agnarsson, Karl Olgeirsson, Jón Rafnsson, Hot Eskimos - Álfar.

Þórir Baldursson Tónlistarm. - Sunnubraut seytján.

Mikael Máni Ásmundsson - When buttercups grow.

VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það styttir alltaf upp.

Frumflutt

9. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,