Morgunvaktin

Hvernig mun gervigreind nýtast í stjórnmálum?

Í fyrsta viðtali dagsins var rætt við Guðmund Magnússon sagnfræðing um séra Friðrik en bók hans um æskulýðsleiðtogann hefur vakið mikla athygli vegna upplýsinga um kynferðislegar hneigðir hans. Einkum var í viðtalinum fjallað um æsku Friðriks en hann fæddist inn í blásnauða fjölskyldu norður í landi.

Færa á nám í skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla á háskólastig. Bryndís Fiona Ford skólameistari sagði frá skapandi sjálfbærni og lífinu á Hallormsstað.

Tæknin þróast hratt, ekki síst gervigreindin. Framtíðarnefnd Alþingis hefur fjallað um hana og efnir til málstofu um efnið í dag. Lilja Rannveig Sigurgeirsóttir, alþingismaður og formaður framtíðarnefndar þingsins, spjallaði um gervigreind og stjórnmál. Hún telur hana munu nýtast ræðuskrifa, upplýsingaöflunar og lagasetningar í framtíðinni.

Tónlist:

Blús í G - Mannakorn,

Hagavagninn - Stórsveit Reykjavíkur,

Við Vatnsmýrina - Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur,

Rise up - Júníus Meyvant.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir.

Frumflutt

1. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,