Morgunvaktin

Salan á Íslandsbanka, endurheimt votlendis og lögleiðing kannabis í Þýskalandi

Ríkisstjórnin hefur ákveðið selja eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka; rúmlega 40 prósent hlutafjár. Stefnt er því allir fái kaupa ekki sérvalinn hópur eins og síðast. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fór yfir söluna. Við ræddum líka um Alvotech sem loksins fær selja samheitalyf sitt í Bandaríkjunum og fórum yfir stöðu mála í kjaraviðræðunum.

Vernd og endurheimt votlendis er eitt af áhersluatriðum í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Á föstudag fengum við til okkar líffræðing sem sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem bendir til þess smærri votlendissvæði hafi ekki síður þýðingu fyrir lífríkið en stór svæði. Við héldum áfram fjalla um votlendi og til okkar kom Ágústa Helgadóttir líffræðingur og verkefnastjóri endurheimtar votlendis hjá Landi og skógi til okkar.

Arthur Björgvin Bollason var með okkur í dag og fjallaði meðal annars um lögleiðingu kannabisneyslu í Þýskalandi, heimspekinginn Kant og áhuga á Íslandi og því sem íslenskt er á Norðursjávarströndum Þýskalands.

Hjarta mítt - Eivör Pálsdóttir.

Heimaslóð - Alfreð Washington Þórðarson, Eyjaliðið, Gísli Helgason, Arnþór Helgason, Ási í Bæ.

Klau og Klaus - An der Nordseekuste.

Tarazina - Setona.

Frumflutt

27. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,