Morgunvaktin

Afsögn Bjarna Benediktssonar og afleiðingar

Við fjölluðum í dag um afsögn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann upplýsti um ákvörðun sína í gærmorgun, um það bil klukkustund eftir álit Umboðsmanns alþingis um hæfi hans við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, var birt opinberlega. Bjarni hafði þá haft nokkra daga til velta málinu fyrir sér.

Álit Umboðsmanns er á köflum á nokkuð flóknu lagamáli - við reyndum útskýra það á mannamáli hér eftir stutta stund með Trausta Fannari Valssyni, dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands.

Við ræddum ákvörðun Bjarna út frá pólitísku siðferði með Henry Alexander Henryssyni heimspekingi.

Hér voru líka formenn þingflokka Framsóknarflokksins og VG, samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn; þau Ingibjörg Ísaksen og Orri Páll Jóhannsson. Við ræddum þessa nýju stöðu í ríkisstjórninni við þau. Þær Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, komu líka til okkar.

Í síðasta hluta þáttarins var rætt um dönsk málefni með Borgþóri Arngrímssyni.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Hvert örstutt spor - Einar Scheving kvartett.

Jeg elsker kun dig - Bamses venner.

Frumflutt

11. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,