Morgunvaktin

Efnahagsmál, þýsk málefni og Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Í spjalli um efnahag og samfélag sagði Þórður Snær Júlíusson m.a. frá nýju mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu efnahagsmála. Hún er þokkaleg og ætti fara batnandi. Vaxtamál Neytendasamtakanna, mislukkað hlutafjárútboð Íslandshótela og sáttagreiðsla Björgólfs Thors voru líka á dagskrá.

Arthúr Björgvin Bollason sagði frá vandræðum forystumanna popúlistaflokksins AfD. Tveir efstu á lista til Evrópuþingsins hafa dregið sig í hlé frá kosningabaráttunni vegna yfirlýsinga er varða SS sveitir Nasistaflokksins. Hann talaði líka um muninn á Berlín og gömlu höfuðborg Vestur-Þýskalands Bonn.

Þegar útkall barst vegna rútuslyssins á Rangárvallavegi á laugardag fór af stað mikill viðbúnaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sigurður Böðvarsson, framkvæmdastjóri lækninga, sagði frá störfunum þar þegar fjöldaslys verður í fjórðungnum.

Tónlist:

Lifiði og í Reykjavík - Mannakorn,

Hvernig hugsar þú þitt hverfula líf - Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson,

Star of spring - Anna Gréta Sigurðardóttir,

Her house - Anna Gréta Sigurðardóttir.

Frumflutt

28. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,