Morgunvaktin

Aðventuganga, loftslagsráðstefna og Elgin-styttur

Það líður aðventu; hana nota margir til undirbúa jólahaldið; sækja aðföng, baka smákökur og þar fram eftir götum. Einar Skúlason er ekki í þeim hópi. Hann ætlar á aðventunni ganga frá Seyðisfirði til Akureyri. Einar sagði okkur frá þessum fyrirhugaða 280 kílómetra göngutúr.

Ásgeir Brynjar Torfason ræddi alþjóðleg efnahagsmál, meðal annars viðskiptaþvinganir, umfangsmikil batterísframleiðsla í Svíþjóð og svolítið um Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Dúbæ á morgun.

Tvö þúsund og fimm hundruð ára gamlar marmarastyttur eru orðnar hitamáli í alþjóðapólitík - og reyndar ekki í fyrsta sinn. Forsætisráðherra Bretlands afboðaði í gær fyrirhugaðan fund með grískum starfsbróður sínum, vegna ósættis um eignarhald yfir svokölluðum Elgin-styttum. Þær áttu eitt sinn heima á Akrópólis-hæð í Aþenu en hafa verið á British Museum í Lundúnum undanfarnar tvær aldir. Grikkir hafa um árabil þrýst á Breta skila verkunum heim - en Bretar þverneita. Vera Illugadóttir fór yfir þetta.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir

Tónlist:

King, Carole - Bitter with the sweet.

Paul, Les, Ford, Mary - Vaya con dios.

Tígulkvartettinn, Moravek, Jan - Ég bið heilsa.

Lira Tropical - Combinación de Tonadas, (punto fijo).

Frumflutt

29. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,