Morgunvaktin

Argentína, Helena hætt í körfubolta og ferðaspjall

Málefni Argentínu voru í brennidepli í Heimsglugganum. Bogi Ágústsson ræddi við Helga Hrafn Guðmundsson sagnfræðing, sem bjó í Argentínu í áratug og þekkir vel til stöðu mála. Nýr forseti, Javier Milei, hefur verið kjörinn og tekur brátt við völdum.

Helena Sverrisdóttir er hætt í körfubolta eftir langan og farsælan feril. Meiðsli urðu þess valdandi hún varð hætta. Hún kom í þáttinn og fór yfir upphafið, ferilinn og hvað tekur við nú.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, kom til okkar á óvenjulegum tíma. Hann fór yfir stöðu ferðaþjónustunnar í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Tónlist:

Fitzgerald, Ella - But not for me.

Sosa, Mercedes, Gieco, Leon - Cancion para carito.

Hall, Daryl, Oates, John - Maneater.

Frumflutt

23. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,