Morgunvaktin

Jafnrétti, EES-samningurinn og íslenskt táknmál

Mögulegt er jafnrétti á Íslandi fyrir árið 2030, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu fyrir viku síðan. Við ætlum velta því fyrir okkur hver staðan í jafnréttismálum er og hvað þyrfti til þessu markmiði forsætisráðherra. Þorgerður Jennýardóttir Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, ræddi þessi mál.

Um áramótin varð samningurinn um evrópska efnahagssvæðið - EES - 30 ára. Samningurinn er einhver viðamesti sem Ísland hefur undirgengist, og breytti miklu, þó hann ekki óumdeildur. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, var með okkur og ræddi meðal annars um samninginn við sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu, Kristján Andra Stefánsson.

Valgerður Stefánsdóttir var svo síðasti viðmælandi þáttarins, en rétt fyrir jól varði hún doktorsritgerð sína um uppruna og þróun íslensks táknmáls. Rannsókn hennar er fyrsta heildstæða yfirlitið á íslensku táknmáli og hún komst ýmsu athyglisverðu. Við ræddum líka við Valgerði um þingsályktunartillögu um nýja málstefnu íslensks táknmáls og aðgerðaáætlun í þeim efnum, en hún var í 30 ár yfir samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Umsjón: Þórunn Elísabet Bogadóttir

Tónlist:

Presley, Elvis - Always on my mind.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir - Presley.

Silva Þórðardóttir - The Thrill is Gone.

Zaz - Si jamais j'oublie (bonus track mp3).

Frumflutt

8. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,