Morgunvaktin

Íbúðirnar heim, Berlínarspjall og Endurmenntun

Í spjalli um efnahag og samfélag ræddi Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, m.a. um kaup íslenskra lífeyrissjóða á rúmlega 1.600 íbúðum af norsku félagi en áður voru þær í eigu Heimavalla og enn áður í eigu Íbúðalánasjóðs. Áform ríkisstjórnarinnar um sölu á eftistandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka voru líka rædd og staða ÍL-sjóðs málsins.

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er gagnrýndur í heimalandinu fyrir hafa hitt emírinn af Katar á dögunum en styður Hamas. Scholz er kominn til Ísraels en þýsk yfirvöld styðja Ísraelsstjórn. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá í Berlínarspjalli. Bókamessan í Frankfurt og sýning um ævi og störf ljóðasöngvarans Wolf Biermann voru einnig til umfjöllunar.

Í lok þáttar var rætt við Höllu Jónsdóttur endurmenntunarstjóra en 40 ára afmæli Endurmenntunar var fagnað á dögunum. Tugir þúsunda hafa setið námskeið Endurmenntunar sér til gagns eða gamans á árunum 40.

Tónlist:

To you, sveetheart, aloha - Louis Armstrong,

Love me or leave me - Lester Young & Teddy Wilson Quartet,

I hope that I don?t fall in love with you - Emilíana Torrini.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Frumflutt

17. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,