Morgunvaktin

Póstþjónustuhneykslið í Bretlandi, golfklúbbur berst gegn verðbólgu og Gaupi og EM

Í Heimsglugga dagsins fjallaði Bogi Ágústsson um hneykslismál í Bretlandi, svo nefnt Póstþjónustuhneykslið. Frá 1999 og nokkuð fram á þessa öld voru yfir 700 póstafgreiðslumeistarar vítt og breitt um Bretland saksóttir og dæmdir fyrir fjárdrátt og þjófnað. Síðar kom í ljós um var ræða galla í bókhaldskerfi. Margir fóru mjög illa út úr aðförinni. Yfirvöld hafa reynt vinda ofan af málinu en bætur sem boðnar hafa verið eru fjarri því bæta skaða og miska fólks.

Golfklúbbur Sandgerðis berst gegn verðbólgunni. Klúbburinn dró til baka áður boðaða átta prósenta hækkun félagsgjalda og hækkar um þrjú prósent og skorar á aðra í þjóðfélaginu gera slíkt hið sama. Lárus Óskarsson, formaður klúbbsins, spjallaði um þessa ákvörðun.

Ísland leikur fyrsta leikinn á EM í handbolta á morgun. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hefur fylgst með mörgum stórmótum í gegnum áratugina, hann var aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk á sínum tíma, íþróttafréttamaður árum saman og faðir þjálfarans. Gaupi spjallaði um mótið og fyrri mót. Hann er bjartsýnn á gott gengi.

Tónlist:

On the evening train - Johnny Cash,

Vorið og tómið - Stína Ágústsdóttir,

Para mukuyenda - Katawa Singers,

All of me - Lester Young,

Please mister Postman - The Beatles,

Bræðralag - Björgvin Halldórsson og Diddú.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,