Morgunvaktin

Í hundasleðaherdeild á Grænlandi, Brussel og grænmeti

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert ítrekað lítið úr vörnum Dana á Grænlandi, og gert gys hundasleðum sem þar eru notaðir. En Sirius- hundasleðaherdeildin er raunveruleg, hún er eftirsótt og inntökuskilyrðin eru mjög ströng, og það eru ástæður fyrir því. Hermenn og hundar verja stærsta þjóðgarð heims, Norðaustur-Grænland, og hætta lífi sínu í afskaplega erfiðum aðstæðum. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfærðingur er einn þeirra, hann sagði okkur frá.

Björn Malmquist fréttamaður í Brussel sagði okkur svo frá viðburðaríkri viku á vettvangi Evrópu. Hann fjallaði m.a. um fyrstu beinu viðræðurnar milli Úkraínu og Rússlands frá því stríðið hófst - en á sama tíma gera Rússar áfram árásir á orkuinnviði Úkraínu.

Í síðasta hluta þáttarins ræddum við garðyrkju og grænmeti vítt og breitt, grænmetisrækt á Íslandi, raforkuverð og fleira. Axel Sæland blómabóndi og formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna kom í þáttinn.

Tónlist:

Simon & Garfunkel - The sound of silence.

Bítlarnir - We can work it out.

Max Roach plus four - Body and soul.

Frumflutt

26. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,