Morgunvaktin

Dómsmál Trump, verðbólga og frumbyggjahneyksli

Samkvæmt skoðanakönnunum eru töluverðar líkur á því Donald Trump gæti orðið forseti Bandaríkjanna á ný. En í millitíðinni berst hann í dómsölum víða um landið - fjögur mál gætu leitt til fangelsisdóma, eitt ógnar viðskiptaveldi hans og nokkur mál miða því hann fjarlægðan af kjörseðlum. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, ræddi þessi mál.

Við fjöllum um efnahagsmál í útlöndum - einkum í Evrópu. Verðbólgan hér fór örlítið niður í síðustu mælingu en staðan er allt önnur og betri í viðmiðunarlöndunum, líkt og Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, fór yfir með okkur. Við töluðum líka um eitt og annað fleira er varðar efnahag og peninga.

Ein af þekktustu tónlistarkonum Kanada undanfarna áratugi, Buffy Sainte-Marie, var sökuð um það í fréttaþætti á dögunum hafa villt á sér heimildir allan sinn feril. Hún ekki af kanadískum frumbyggjaættum eins og hún hefur haldið fram, heldur fædd og uppalin af hvítu fólki í Bandaríkjunum. Uppljóstranirnar hafa vakið mikla athygli og umræðu í Kanada. Tónlistarkonan sjálf, sem er komin yfir áttrætt og settist nýlega í helgan stein, neitar öllum sökum. Vera Illugadóttir sagði frá þessu máli.

Tónlist:

Benny Quartet - Stompin' at the Savoy.

Cocker, Joe, Warnes, Jennifer - Up where we belong.

Buffy Sainte-Marie - Bury My Heart At Wounded Knee

Buffy Sainte-Marie - Universal Soldier

Frumflutt

1. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,