Morgunvaktin

Óstöðugleiki snúinn aftur í íslensk stjórnmál

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, kom á Morgunvaktina og ræddi um stjórnmálaárið sem er líða. Hann sagði árið hafa einkennst af því óstöðugleiki hafi snúið aftur í íslensk stjórnmál. Mikil verðbólga og háir vextir, auk erfiðleika í stjórnarsamstarfinu, valdi því. Á næsta ári verða kjarasamningar eitt stærsta viðfangsefni stjórnvalda, auk þess sem líklegt er orkumál, útlendingamál og sjávarútvegsmál verði stór.

Við héldum líka áfram líta yfir farinn veg í aðdraganda áramóta. Þó jarðhræringar á Reykjanesi hafi verið í brennidepli undanfarið var þess minnst fyrr á árinu 50 ár voru liðin frá því gaus í Vestmannaeyjum. Þá ræddum við hér á Morgunvaktinni við Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Eyjum, en hún var eins árs þegar fjölskylda hennar, eins og aðrar, þurftu fara upp á land. Og í síðasta hluta þáttarins rifjuðum við upp viðtal við Ársæl Arnarson prófessor við Háskóla Íslands um húmor.

Tónlist:

Hljómsveit Ole Höyer, Hallbjörg Bjarnadóttir - Ennþá man ég hvar.

Mannakorn - Samferða

Mannakorn - Óralangt í burtu

Helena Eyjólfsdóttir - Gamla gatan.

Frumflutt

28. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,