Morgunvaktin

Utanríkisstefna Íslands ekki eitt ákveðið plagg

Við fjölluðum um utanríkisstefnu Íslands í þættinum í dag. Til hennar er annað slagið vitnað og talsvert var um það í tengslum við fræga hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu í Sameinuðu þjóðunum um ályktun vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

En hver er utanríkisstefna Íslands? Er hún til; meitluð í stein og nær yfir helstu álitamál eða er hún kvik í samræmi við hvernig vindar blása í heiminum? Við veltum þessu fyrir okkur með Baldri Þórhallssyni, prófessor við Háskóla Íslands.

Utanríkismál Íslands voru einnig á dagskrá eftir Morgunfréttirnar. Ísland á - ásamt Noregi og Liechtenstein - í deilum við Ungverja vegna styrkjamál á vettvangi Evrópusamstarfs. Þau mál verða líklega rædd á fundi Ráðherraráðs EES samningsins í Brussel í dag. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, sagði frá og ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem er stödd í Brussel sem hluti af þingmannanefnd.

Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um völvur. En út er komin bókin Völvur á Íslandi eftir séra Sigurð Ægisson. Sigurður fékk áhuga á völvum þegar hann þjónaði austur á landi fyrir næstum 40 árum og hefur loksins lokið við skrifa um þær bók. Við hringdum í Sigurð til Siglufjarðar þar sem hann hefur þjónað í rúm tuttugu ár.

Tónlist:

Stewart, Rod - My cherie amour.

Una Torfadóttir - Flækt og týnd og einmana.

Kristjana Stefánsdóttir - Hvar er tunglið?.

Frumflutt

20. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,