Morgunvaktin

Óbreyttir stýrivextir gleðiefni

Húsnæðismál voru á dagskrá í dag. mikilvægi málaflokkur er ekki í góðu horfi; það vantar húsnæði og fyrir vikið er verðið; kaupverð og húsaleiga, hærra en góðu hófi gegnir. Fyrir rúmum mánuði var efnt til árlegs húsnæðisþings; við spurðum aðstoðarforstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hvort margt hafi komið þar fram sem teljast jákvætt fyrir málaflokkinn; hvort útlit fyrir ástandið fari lagast.

Um þessar mundir eru fimmtán ár liðin frá gjaldþroti Lehman Brothers bankans bandaríska. Hann var á sínum tíma talinn svo stór og mikilvægur hann gæti ekki farið á hausinn. Fáeinum vikum síðar voru sett neyðarlög á Íslandi og ríkið tók yfir meira eða minna allt íslenska bankakerfið. Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, rifjaði upp þrot Lehman.

Ásgeir Brynjar var svo áfram hjá okkur þegar upplýst var um nýja vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Ákveðið var halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%.

Í síðasta kafla þáttarins lékum við svo nýja tónlist; tvö lög af Kríu, plötu Kristínar Lárusdóttur en Kristín eða Selló-Stína eins og hún kallar sig blandar saman í verkum sínum rímnakveðskap, raftónlist og sellóleik. Kristín heldur hljómleika í Hörpu í kvöld.

Tónlist:

Cooke, Sam - Only sixteen.

Kristín Lárusdóttir - Dreyra dýja.

Kristín Lárusdóttir - Læst í klaka.

Frumflutt

4. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,