Morgunvaktin

Heimsglugginn, velsæld, Grænland og Norðurslóðir

Bresk stjórnmál voru á dagskrá Heimsgluggans í dag. Bogi Ágústsson ræddi við Kristján Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræðing um miklar vendingar í stjórnmálunum.

Hagvaxtarmælingar segja sína sögu, en þær segja ekki alla söguna. Margt fleira skiptir máli og er mælt í velsældarvísum. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, ræddi við okkur um velsældarhagkerfið.

Í síðasta hluta þáttarins var rætt um Grænland og Norðurslóðir. Grænlendingar sjá fyrir sér fyrirkomulag svipað og Ísland hafði gagnvart Danmörku frá 1918, fullveldi en tengingu við konungsríkið, samkvæmt rannsókn sem Vilborg Ása Guðjónsdóttir doktorsnemi við Háskóla Íslands hefur unnið undanfarið. Vilborg Ása og Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir, sem einnig er doktorsnemi við HÍ, komu á Morgunvaktina.

Tónlist:

Brunaliðið - Ég er á leiðinni.

Neil Young - Heart of gold.

Frumflutt

29. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,