Morgunvaktin

Samskipti Bandaríkjanna og vestur Evrópu og Jón Hjaltalín um handbolta

Samskipti Bandaríkjanna og ríkja í vestur Evrópu voru rædd í kjölfar nýjustu yfirlýsinga Trumps forseta um Grænland. Sveinn Máni Jóhannesson, doktor í sagnfræði, stiklaði á stóru í langri sögu samskipta ríkjanna vestan- og austanmegin Íslands.

Arthúr Björgvin Bollason sagði frá viðbrögðum þýskra ráðamanna við orðum og athöfnum Trumps síðustu daga. Þeir eru hálf ráðalausir. Forystumenn AfD hafa lýst óánægju sinni með Trump en kært hefur verið á milli þeirra fram til þessa.

Rætt var handbolta. Ísland mætir Ungverjalandi á EM í kvöld. Jón Hjaltalín Magnússon lék 58 landsleiki á sínum tíma og var formaður HSÍ 1984-1992. Hann kvaðst bjartsýnn á áframhaldandi gott gengi liðsins auk þess sem hann rifjaði upp gamlar sögur.

Tónlist:

Concierto de Aranjuez - Narciso Yepes,

From the start - Laufey,

Laufey - From The Start

An der Ostseeküste

Gerum okkar besta - Snorri Helgason.

Frumflutt

20. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,