Morgunvaktin

Dómur mannréttindadómstólsins, Bolungarvík og umdeildur geðlæknir

Við ræddum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í talningarmálinu í Norðvestur 2021. Hann féll í gærmorgun og er íslenska ríkinu í óhag. Þingmennirnir Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokki og Björn Leví Gunnarsson Pírötum voru gestir okkar. Við heyrðum þeirra skoðun á málinu og því sem mögulega þarf gera. Við ræddum líka um vantrauststillöguna sem verður lögð fram í dag og um fjármálaáætlun.

Þegar stjórnvöld tilkynntu fyrir fimm árum síðan stefnt skyldi því lágmarksstærð sveitarfélaga miðaðist við þúsund íbúa ákváðu Bolvíkingar þeir vildu ekki sameinast öðrum sveitarfélögum - heldur koma fjölda bæjarbúa upp fyrir þúsund. Í fyrra tókst það. En hvernig var farið að, hvað gekk vel og hverju er hægt læra af? Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík sagði okkur frá þessu, en hann ræðir málið á ársfundi Byggðastofnunar í dag.

Bandarískur geðlæknir, Bennett Braun, lést í mars síðastliðnum. Á níunda áratug síðustu aldar sérhæfði Braun sig í meðhöndlun sjúklinga sem hann taldi vera með margfaldan eða klofinn persónuleika, og varð sannfærður um flestir skjólstæðinga hans hefðu sætt hræðilegri misnotkun í helgiathöfnum djöfladýrkenda - eða sjálf tekið þátt í slíkum athöfnum. Kenningar Braun vöktu mikla athygli á tíma þegar margir Bandaríkjamenn óttuðust satanista í hverju horni, en hann var síðar lögsóttur af fjölda fyrrverandi sjúklinga. Vera Illugadóttir rakti sögu þessa manns.

Tónlist:

Larsen, Kim - De smukke unge mennesker.

Rolling Stones, The - Tell me.

Larsen, Kim - Susan himmelblå.

Frumflutt

17. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,