Morgunvaktin

Heimsglugginn, hreyfing og válisti fugla

Bogi Ágústsson fór yfir eitt og annað utan úr heimi. Og það er af nægu taka; Trump Bandaríkjaforseti kemur við sögu og ýmislegt fleira bandarískt, Grænland og fundir um það, en líka skýrsla Blaðamanna án landamæra.

Fimm auka mínútur af hreyfingu og það sitja í hálftíma skemur á dag getur hjálpað milljónum manna lifa lengur, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Lancet fyrr í vikunni. Litlar og raunhæfar breytingar geta því breytt heilmiklu. Við notuðum tækifærið og töluðum um kyrrsetu og hreyfingu þegar Hildur Guðný Ásgeirsdóttir verkefnastjóri hreyfingar og heilsueflingar hjá embætti Landlæknis kom til okkar.

Svo fjölluðum við um nýjan válista fugla sem Náttúrufræðistofnun gefur út. Tugir tegunda eru í hættu; lundinn og fjöruspóinn til dæmis í bráðri hættu. Borgný Katrínardóttir og Snorri Sigurðsson hjá Náttúrufræðistofnun voru gestir.

Tónlist:

Helgi Hrafn Jónsson, Tina Dickow - Jeg har travlt.

Karítas - Million years.

Kór Öldutúnsskóla - Snemma lóan litla í.

Herdís Anna Jónasdóttir - Fuglinn í fjörunni.

Frumflutt

15. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,