Morgunvaktin

Heimsglugginn, bílar og lykt

Kosningarnar í Frakklandi eftir tíu daga voru meginumfjöllunarefnið í Heimsglugganum í dag. Bogi Ágústsson fór yfir stöðuna með Damien Degeorges sem starfar norðurskautsmálum en er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði í Frakklandi. Þá fórum við ein fimm hundruð ár aftur í tímann eða svo og rifjuðum upp þá daga er Kalmarsambandið var og hét.

Í dag eru 120 ár eru í dag síðan þau undur og stórmerki gerðust bifreið var hífð af skipsdekki og á bryggju í Reykjavík. Bíll var í fyrsta sinn kominn til Íslands. Ditlev Thomsen kaupmaður hafði þar forgöngu; hann keypti bílinn og fékk til þess styrk úr ríkissjóði. Bíllinn reyndist illa og bið var á bílaöld hæfist á Íslandi. Yfir þessa sögu fór Jóhannes Reykdal bílasöguáhugamaður og fyrrverandi blaðamaður.

Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um lykt og ólykt og lyktarskyn. Við endurlékum viðtal um efnið frá því fyrir nokkrum árum. Við skynjum lykt með ólíkum hætti, það sem einum finnst ilmur getur öðrum fundist fýla. Svo er lyktarskynið missterkt og sumir finna alls enga lykt. Lúðvík E. Gústafsson var gestur Morgunvaktarinnar árið 2017.

Tónlist:

The Police - Every breath you take.

Sting - All this time.

Frumflutt

20. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,