Morgunvaktin

Kjörsókn í Kaupmannahöfn og hatursorðræðuumræða

Rætt var við Hörpu Rún Kristjándsóttur ritstjóra Goðasteins en ranghermt var í þættinum í gær útgáfu þess rits, sem hóf göngu sína 1962 hefði lokið tuttugu árum síðar. Goðasteinn lifir góðu lífi eins og Harpa sagði frá.

Yfir eitt þúsund hafa kosið í forsetakosningunum utan kjörfundar í Danmörku. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, sagði atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel. Hann sagði líka frá nýafstaðinni heimsókn til Tyrklands þar sem hann hitti m.a. Erdogan forseta og nýju starfi sem hann tekur við um mánaðamót sem formaður nýrrar framkvæmdanefndar vegna jarðhræringanna í Grindavík.

Davíð Þór Björgvinsson, nýkjörinn forseti lagadeildar Háskólans á Akureyri, telur full frjálslega farið með hatursorðræðu-hugtakið. Ýmislegt sem sagt er vera hatursorðræða í raun dónaskapur eða ókurteisi. Davíð ræddi um þau sjónarmið.

Undir lok þáttar fjallaði Vera Illugadóttir um melónur. Tilefnið er uppboð á tveimur melónum í Japan á dögunum, þær voru slegnar á sem nemur 2,6 milljónum íslenskra króna.

Tónlist:

A whiter shade of pale - Procol Harum,

Rangárþing - Karlakór Rangæinga,

Það var komið sumar - Fríða Hansen,

Krummi krunkar úti - Tríó Björns Thoroddsen.

Frumflutt

29. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,