Morgunvaktin

Heimsglugginn, rafmagnsbílar og orkuskipti, hraunvarnargarðar í Grindavík

Í Heimsglugganum sagði Bogi Ágústsson okkur meðal annars frá nýútkominni bók Liz Truss, skammlífasta forsætisráðherra Bretlands. Í bókinni fer Truss yfir dagana 49 í Downingstræti 10 og segir flest ef ekki allt sem miður fór vera öðrum kenna. Ósiðleg og ólögleg framganga bresku götublaðanna var líka á dagskrá, sem og stutt umfjöllun um brunann í Kaupmannahöfn.

Svo töluðum við um hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Bílunum fjölgar en fjölgar stöðvunum nóg? Fjöldi fólks mátti bíða svo tímunum skipti eftir koma bílnum í samband í Staðarskála um páskana. Ófremdarástand skapaðist, var sagt. Bilun var um kenna. Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1, kom til okkar og ræddi um mikilvægi þéttara og áreiðanlegra hleðslustöðvanets og orkuskipti í samgöngum vítt og breitt.

Flest höfum við fylgst með eldsumbrotunum á Reykjanesskaga síðustu misseri, og mörg dáðst þeim sem vinna hin ýmsu verk til lágmarka skaðann sem af þeim hlýst eins og hægt er. Við ræddum um þau mál í síðasta hluta þáttarins, þegar við forvitnuðumst um vinnuna við hönnun hraunvarnargarðanna við Svartsengi og Grindavík. Hörn Hrafnsdóttir, vatnsauðlindaverkfræðingur hjá Verkís og aðjúnkt við Háskóla Íslands, sagði okkur frá.

Tónlist:

Í Reykjavíkurborg - Kristjana Stefánsdóttir, Ástvaldur Traustason.

Langomman = Ég langömmu á - Jógvan Hansen.

Tu vuò l'americano Hetty and the Jazzato Band

Running - Jones, Norah.

Frumflutt

18. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,