Morgunvaktin

Alþingishátíð, samgöngur og Ciccolini

Það líður stórafmæli Alþingis Íslendinga. Árið 2030 verða liðin ellefu hundruð ár frá stofnun þess. Ekki er ráð nema í tíma tekið, segir máltækið ... og forystufólk þingsins segir það líka - er leitað eftir hugmyndum frá almenningi um hvernig fagna beri tímamótunum eftir rúm fjögur ár. Stórhátíð var á Þingvöllum þegar þúsund ára afmælinu var fagnað 1930. Hátíðin var rifjuð upp og ýmislegt henni tengt. Torfi Stefán Jónsson, sagnfræðingur og fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, var gestur.

Samgönguáætlun - og þá einkum forgangsröðun jarðganga - er stóra málið þessa vikuna. Sitt sýnist hverjum, eins og sagt er. Í rökstuðningi fyrir ráðast í Fjarðagöng en ekki Fjarðarheiðargöng vísaði ráðherra í nýja greiningu; - síðan hefur komið í ljós hann fór ekki rétt með - en við forvitnuðumst um þá mælikvarða sem notaðir eru til bera saman samgöngukosti. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri, var með okkur.

Umfjöllun um sígilda tónlist var á sínum stað. Á dagskrá í dag var ítalski píanóleikarinn Aldo Ciccolini, Magnús Lyngdal sagði okkur sögu hans og frá áherslum og stíl í píanóleik.

Frumflutt

5. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,