Morgunvaktin

Líklegt að dragi úr barneignum

Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Hagstofunnar eru líkur á landsmenn verði hálf milljón fyrir miðja öldina og 600 þúsund árið 2074. Mannfjöldaspár eru ónákvæm vísindi en gefa vísbendingar um líklega þróun. Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu við HÍ, ræddi vítt og breitt um mannfjölda og horfurnar fram undan. Búist er við enn fjölgi í heiminum eftir því sem líður á öldina en þá taki fólki fækka. Ólöf telur barneiginum á Íslandi muni fækka í framtíðinni.

Arthúr Björgvin Bollason flutti okkur tíðindi frá Þýskalandi. Mikið er fjallað um eldgosið á Reykjanesskaga í þarlendum fjölmiðlum en af öðru sem rætt var voru m.a. mótmælaaðgerðir þýskra bænda á mánudag, þeir óku dráttarvélum sínum til höfuðborgarinnar til mótmæla fyrirhuguðu afnámi niðurgreiðslu á dísilolíu til landbúnaðar.

Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um þjóðtrú í tilefni af niðurstöðum nýrrar könnunar sem sýna dregið hefur úr þjóðtrú landsmanna. Þá voru lesnar tvær sögur úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Blue moon - Elvis Presley,

Tsintskaro - Hamlet Gonashvili,

Litli Stúfur - Borgardætur,

Tempó prímó - Eyþór Gunnarsson,

Gymnopédie no. 1 - Trio Jacques Loussier.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir.

Frumflutt

20. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,