Morgunvaktin

Atvinnuleysi, máltækni og Úganda

Atvinnuleysi mælist 4,4 prósent, hærra en verið hefur frá því í Covid, og Vinnumálastofnun spáir því það fari hækkandi. Hvað veldur því? Við ræddum við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði.

Þórhildur sagði okkur frá nýafstöðnum kosningum í Úganda og spjallaði líka um tímann, sem virkar öðruvísi í Afríku en Evrópu og markast af meiri núvitund og minna skipulagi.

Við fjölluðum líka um íslenskt mál í tölvuvæddu alþjóðasamfélagi. Kapp er lagt á íslenska með í tækniþróuninni; sem flest erlendu forritin kunni skil á tungumálinu okkar sem við svo tölum. Við rifjuðum upp fyrsta tölvuvædda máltækniverkefnið á Íslandi, það hófst svo snemma sem um 1970. Stefán Ólafsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, sagði frá.

Tónlist:

Guðni Friðriksson, Karl Jónatansson - Bláberjaaugun.

Neistar, Karl Jónatansson - La vie en rose.

Karl Jónatansson - Angan vorsins vinda.

Danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar - Nótt í Njarðvík : skottís.

Rebekka Blöndal og Moses Hightower - Hvað þú vilt.

Frumflutt

28. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,