Morgunvaktin

Áttatíu ár frá flótta danskra gyðinga til Svíþjóðar

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og fletti sögubókunum. Áttatíu ár eru um þessar mundir frá því fjölda gyðinga í Danmörku tókst sleppa undan Nasistum, yfir til Svíþjóðar. Við rifjuðum þetta upp og heyrðum brot úr dönskum þætti um flóttann og úr viðtali við mann sem var í hópnum.

Konur sinna meirihluta heimilisverka samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Þar á meðal er ábyrgðin á því kaupa í matinn, elda hann og ganga frá. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði kom til okkar með ráðlagðan dagskammt af jafnari skiptingu heimilisverka.

Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir hafa undanfarin ár tekið þátt í uppbyggingu á Borgarfirði eystri, og stofnað þar fyrirtæki. Þau tóku þátt í verkefninu Brothættar byggðir þar, og síðar í dag segja þau frá reynslu sinni á tíu ára afmælismálþingi þess verkefnis. Við heyrðum af uppbyggingu þeirra og reynslunni af Brothættum byggðum.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Parton, Dolly - Joleen.

Hljómar - Bláu augun þín.

Hljómar - Fyrsti kossinn.

Þórir Úlfarsson, Hljómar - Mývatnssveitin er æði.

Frumflutt

5. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,