Morgunvaktin

Úkraína og Rússland, útlendingamál og Páskaeyja

Fyrsti gestur þáttarins í dag var Rósa Magnúsdóttir, sagnfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Á laugardag eru tvö ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Langur aðdragandi var innrásinni; 2014 innlimaði Pútín forseti Krímskaga í Rússland. Ekkert lát er á átökum og margir liggja í valnum. Rósa yfir atburðarásina með okkur.

Við fjölluðum líka um þær breytingar sem ríkisstjórnin hyggst gera í útlendingamálum. Áformin voru kynnt í gær. Herða á löggjöfina frá því sem er, í því augnamiði fækka því fólki sem hingað kemur og óskar verndar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra var gestur okkar eftir Morgunfréttirnar.

Netverjar í Chile hafa undanfarnar vikur herjað stíft á samfélagsmiðla British Museum, með kröfur um safnið skili tveimur steinhöfðum frá Páskaeyju, en eyjan tilheyrir Chile. Þessi gríðarstóru dularfullu steinlíkneski eru þekktasta tákn Páskeyju, og voru sköpuð löngu áður en Chile lagði eyjuna undir sig. Vera Illugadóttir sagði okkur frá þessari afskekktu eyju Páskaeyju, sögu hennar og styttunum frægu.

Tónlist:

Víkingur Heiðar Ólafsson - Variatio 1 a 1 Clav..

Víkingur Heiðar Ólafsson - Variatio 30 Quodlibet. a 1 Clav..

Þokkabót - Miðvikudagur.

Hooker, John Lee - Wednesday evenin' blues.

Nunes, Clara - Ilû ayê (Terra da vida).

Frumflutt

21. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,