Morgunvaktin

Sniðganga, fjölgun læknanema og tíu ár frá hvarfi malasísku farþegarþotunnar

Sniðganga hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið, sérstaklega þegar viðkemur málefnum Ísraels og Palestínu. En sniðgönguhreyfingin er ekki af nálinni, um sniðgöngu eru þónokkur dæmi í sögunni. Jón Þór Sturluson hagfræðingur var gestur okkar og ræddi um þessi mál.

Sextíu læknar útskrifast árlega hér á landi en þyrftu vera fleiri. Læknadeild Háskóla Íslands hefur samþykkt fjölga nemum í 75 í haust, en setur nokkra fyrirvara svo sem um nægt fjármagn og aðstöðu. Þórarinn Guðjónsson deildarforseti læknadeildar settist hjá okkur ræddi um hvað þarf svo hægt fjölga læknanemum, og þar með læknum.

Á föstudaginn verða tíu ár síðan malasísk farþegaþota hvarf á flugi frá Kuala Lumpur til Beijing með 239 manns innanborðs. Það var 8. mars 2014. Hvarf MH 370 er í dag ein mesta ráðgáta flugsögunnar. Umfangsmikil leit braki þotunnar á hafi úti skilaði litlu - en er útlit fyrir efnt verði til nýrrar leitar á árinu. Vera Illugadóttir sagði okkur frá þessari ráðgátu í þættinum.

They only talk about the weather - Árný Margrét.

A Case Of You - Mitchell, Joni.

My Old Man - Mitchell, Joni.

Frumflutt

6. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,