Morgunvaktin

Skipulagsmál, Evrópuspjall og mannréttindi

Samfélag eftir máli heitir nýútkomin bók. Í henni fjallar Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur um skipulag þéttbýlis á síðustu öld; um stefnur og strauma, hugsjónir og átök. Haraldur var gestur Morgunvaktarinnar, og við blöðuðum í bókinni og spjöllum vítt og breitt um skipulag þorpanna, bæjanna og borgarinnar.

Björn Malmquist fréttamaður í Brussel var líka með okkur. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna koma saman seinna í vikunni og ræða meðal annars stækkunarmál sambandsins ? einnig ræddi hann við starfsmann Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel, Óttar Frey Gíslason.

Mannréttindadagurinn var í gær, 10. desember. Þá voru 75 ár liðin frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, sem síðan hefur lagt grunn mannréttindastarfi í heiminum. Við veltum því fyrir okkur í dag hvernig Ísland og Íslendingar umgangast mannréttindaskuldbindingar með Margréti Steinarsdóttur framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Lee, Brenda - Weep no more my baby.

Þórarinn Ólafsson, Jón Páll Bjarnason, Árni Egilsson, Útlendingahersveitin, Árni Scheving, Pétur Östlund - Get out of town.

Frumflutt

11. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,