Morgunvaktin

Mígreni, leiðtogafundur og dýrtíð

Hér er gríðarleg dýrtíð, alvarleg húsnæðiskrísa og okurvextir innheimtir. Fákeppni ríkir á lykilmörkuðum. Það er ómögulegt lifa af á taxtalaunum. Hagsmunir fjármálakerfisins eru teknir fram yfir hagsmuni verkafólks og efsta lag samfélagsins býr við ofurlaun og bónusa.

Hún er ófögur myndin sem dregin er upp af íslensku samfélagi í ályktunum þings Starfsgreinasambandsins í síðustu viku. Hvað er til ráða? Við ræddum við Vilhjálm Birgisson, formann sambandsins.

Deilan fyrir botni Miðjarðarhafs var eitt helsta efni leiðtogafundar Evrópusambandsins í síðustu viku og þar náðist samkomulag um ályktun - ólíkt því sem gerðist á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um helgina. Björn Malmquist sagði frá þessu og fleiru.

Mígreni er erfiður sjúkdómur sem brýst út með sárum höfuðverkjaköstum sem staðið geta í sólarhringa. Margt hefur verið á huldu um orsakir mígrenis og eiginleg lækning ekki til. eru bundnar vonir við niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar undir forystu Íslenskrar erfðagreiningar geti leitt til þróunar nýrra lyfja við mígreni. Gyða Björnsdóttir hjá Íslenskri erfðagreiningu kom til okkar.

Umsjón: BJörn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Franklin, Aretha - Ain't nothing like the real thing.

Árný Margrét - Waiting.

Árný Margrét - I went outside.

Frumflutt

30. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,