Morgunvaktin

Landbúnaður á tímamótum

Í dag er fyrsti febrúar og hann er merkisdagur í Íslandssögunni. Það var 1. febrúar 1904 sem við Íslendingar fengum heimastjórn frá Dönum. Fyrir 120 árum í dag. Af því tilefni rifjuðum við upp þessi tímamót í íslenskri stjórnskipan og samskiptunum við Dani. Til okkar kom Gunnar Þór Bjarnason sagfræðingur, sem kann þessa sögu vel; hefur rannsakað hana og skrifað um hana bækur.

Bændur bera sig illa víða í álfunni og hafa mótmælt svo eftir er tekið, í t.d. bæði Þýskalandi og Frakklandi. Íslenskir bændur - ekki síst ungir bændur - hafa líka vakið athygli á erfiðri stöðu í verðbólgu og hávöxtum.

Er um reglubundið upphlaup ræða eða stendur landbúnaður á tímamótum? Hefur smátt og smátt fjarað undan hefðbundnum búskap? Við veltum þessu fyrir okkur með Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna.

Við töluðum um gamlar bækur; bækur sem prentaðar voru í Íslendingabyggðum í Vesturheimi á síðustu áratugum nítjándu aldar og fram á miðja tuttugustu öld. Slíkum prentgripum safnaði Ragnar H. Ragnar sem ungur hélt vestur um haf og nam tónlist. Árnastofnun hefur fengið safn Ragnars gjöf. Sonur hans, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld kom til okkar.

Tónlist:

Naissoo, Tõnu Trio, Naissoo, Tõnu, Melvin, Brian, Krokfors, Ulf - Don't say goodbye.

Hljómsveit Jörn Grauengård, Haukur Morthens, Erla Þorsteinsdóttir - Þrek og tár.

Hljómsveit Jörn Grauengård, Haukur Morthens - Frostrósir.

Baggalútur - Sólskinið í Dakota.

Frumflutt

1. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,