Morgunvaktin

Friður, efnahagsmál, Þýskaland og hálendið

Alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs stendur í Reykjavík í dag og á morgun. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Guðmundur Hálfdánarson stjórnarformaður ræddu um ráðstefnuna, setrið og ástandið í heimininum. Guðmundur ræddi sérstaklega um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fjallaði um efnahag og samfélag. Hann ræddi m.a. um hríðlækkandi virði Marels, áform Kviku um selja TM, góðan hagnað í sjávarútvegi.

Í Berlínarspjalli sagði Arthúr Björgvin Bollason frá úrslitum fylkiskosninga í Hessen og Bæjaralandi en stjórnarflokkarnir fengu skell. Hann sagði líka frá miklum umræðum í Þýskalandi um innflytjendamál en vaxandi óánægja er með fjölda innflytenda í landinu og stefnu ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.

Hálendishátíð Landverndar fer fram í Iðnó í Reykjavík annað kvöld. Auður Önnu Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri samtakanna, spjallaði um hálendið. Hún vill koma á fót miðhálendisþjóðgarði svo hálendinu verði forðað frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu og frekari virkjunum. Hún ræddi líka um árin sex í starfi, loftlagsmál og fleira.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Frumflutt

10. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,