Morgunvaktin

Heimsglugginn, verkalýðsmál, forsetakosningar og stjórnarskrá

Bogi Ágústsson settist við Heimgsluggann. Við spjölluðum um vandræði Skoska þjóðarflokksins, það segja hann í vondum málum. Kosið verður til bæjar- og sveitarstjórna á Englandi í dag. Áhyggjur af djúpfölsun með gervigreind og lýðræði í Evrópusambandsríkjum voru líka á efnisskránni.

Við ræddum við Sigureyju A. Ólafsdóttur, formann stéttarfélagsins Samstöðu í Húnavatnssýslum, um helstu málefni félagsins, og boðskap hennar á baráttufundinum á Blönduósi í gær.

Svo skoðuðum við stjórnarskrána og það sem í henni segir um forsetaembættið og kíktum líka í greinargerðina sem fylgdi frumvarpinu á sínum tíma; 1944.

Tónlist:

Hljómsveit Svavars Gests, Ragnar Bjarnason - Vorkvöld í Reykjavík.

Emilíana Torrini - Today has been ok.

Plant, Robert, Krauss, Alison - Through the morning, through the night.

Sigurður Flosason, Rebekka Blöndal - Stjörnur stara (Extended version).

Frumflutt

2. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,