Morgunvaktin

Þjóðhátíð og Þingvellir, fjallkonan og sígild tónlist

Í fyrsta hluta þáttarins sagði Kolbrún Valbergsdóttir Valby rithöfundur sögur af Melrakkasléttu en hún kemur fram á þjóðhátíðardagskrá á Snartarstöðum á mánudaginn.

Einar Á. Sæmundsen þjóðgarðsvörður spjallaði vítt og breitt um Þingvelli. Dregið hefur aðsókn Íslendinga Þingvöllum en erlendir ferðamenn eru þar fjölmargir. Rifjað var upp lagt var til í Vísi í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar 1944 höfuðborg landsins yrði á Þingvöllum.

Út er komin bókin Fjallkonan, þú ert móðir vor kær. Í henni er fjallað um fjallkonuna frá ýmsum hliðum. Viktoría Hermannsdóttir dagskrárgerðarkona sagði frá mynd sem hún og Jón Víðir Hauksson hafa gert um fjallkonuna og sýnd verður í Sjónvarpinu á mánudagskvöldið.

Undir lok þáttar fjallaði Magnús Lyngdal Magnússon um sígilda tónlist, líkt og síðustu föstudaga. þessu sinni bar hann saman síðari tíma útgáfur klassískra verka og útgáfur í þeim anda sem talið er tónskáldin hafi á sínum tíma heyrt fyrir sér verk sín.

Tónlist:

Það sést ekki sætari mey - Soffía Karlsdóttir,

Jón er kominn heim - Mjöll Hólm,

Hvert örstutt spor - GDRN,

Ó blessuð vertu sumarsól - Ragnar Bjarnason og Sigrún Hjálmtýsdóttir.

Frumflutt

14. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,