• 00:06:02Sóley Tómasdóttir-Sérfræðingur vikunnar 1.hluti
  • 00:29:44Sóley Tómasdóttir-Sérfræðingur vikunnar 2.hluti

Mannlegi þátturinn

Sóley Tómasdóttir - sérfræðingur vikunnar

Sérfræðingur vikunnar í þetta sinn var Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikasérfræðingur. Umræðan undanfarið ætti ekki hafa farið fram hjá mörgum, til dæmis í kjölfar síðustu tveggja þátta Kveiks á RÚV. Við, samfélagið, erum feta okkur áfram í umræðu og samtali um kynferðislegt ofbeldi, ábyrgð, afleiðingar og úrlausnir. Þetta er flókin og erfið umræða sem margir hræðast, kannski af því í gegnum árin hafa þessi mál ekki verið rædd. Þegar #metoo-hreyfingin fór af stað var þögnin rofin. Allir virðast kannast við kynferðislegt ofbeldi, annað hvort á eigin skinni eða í gegnum einhvern nálægt sér. En þrátt fyrir þögnin hafi verið rofin er ljóst við kunnum ekki sérstaklega vel takast á við vandann. Við kunnum reiðast, sjokkerast, vera nóg boðið, en hvað svo? Fjölmargar spurningar vakna, en svörin liggja ekki ljóst fyrir. Hvernig tökum við næstu skref í þessum málum? Í fyrri hluta þáttarins fórum aðeins yfir stöðuna með Sóley og fengum hana til segja okkur frá sínum störfum. Hún hefur verið með fræðslu á vinnustöðum og stofnunum um ómeðvitaða hlutdrægni og hvernig er hægt sporna við henni. Í seinni hlutanum svaraði Sóley svo spurningum sem hlustendur hafa sent inn í pósthólf þáttarins [email protected]

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

25. nóv. 2021

Aðgengilegt til

26. nóv. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.