Mannlegi þátturinn

Ásta og yoga, Bergþóra Árnadóttir, Ásmundur um kvíðaröskun

Ásta Þórarinsdóttir var aðeins 11 ára þegar hún fór í sinn fyrsta yogatíma. Hún er hagfræðingur með master í fjármálafræði og var vinna í Fjármálaeftirlitinu þegar hún ákvað sameina áhuga sinn á rekstri og Yoga og í dag er hún Yogakennari og rekur eigin yogastöð. Við töluðum við Ástu í þættinum í dag.

Bergþóra Árnadóttir, tónlistarkona, söngvaskáld og ein af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi hefði orðið 76 ára í dag ef hún hefði lifað. Jónatan Garðarson kom til okkar í dag og fór með okkur yfir feril Bergþóru.

Við fjölluðum svo um félagskvíða þegar Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðameðferðarstöðinni, kom til okkar og fræddi okkur frekar um þessa kvíðaröskun. Ásmundur segir 10-12% fólks glími við hamlandi félagskvíða en aðeins helmingur þeirra leiti sér aðstoðar og þá oft fimmtán til tuttugu árum eftir kvíðinn er orðinn vandamáli. Ásmundur sagði okkur meira frá þessu í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Dóri kokkur / Pónik (Þorvaldur Halldórsson)

Groovin with Mr. Bloe / Mr. Bloe (Bo Gentry, Kenny Laguna & Paul Naumann)

Lífsbókin / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir og texti Laufey Jakobsdóttir)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

15. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,