Mannlegi þátturinn

Menntaverðlaunin, Konungur fjallanna og geðheilbrigðisdagurinn

Í dag er Kennaradagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og þá verður tilkynnt um hverjir eru tilnefndir til Íslensku menntaverðlaunanna í ár. Árlega er óskað eftir hugmyndum tilnefningum frá almenningi og er verðlaunað fyrir fjóra flokka: Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennari, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Gerður Kristný rihöfundur og ljóðskáld er formaður nefndar um Íslensku menntaverðlaunin og hún kom í þáttinn í dag og greindi frá því í beinni útsendingu hverjar tilnefningarnar í ár eru.

Nýja íslenska heimildamyndin Konungur fjallanna var sýnd í kvikmyndahúsum í september og svo hér á RÚV í sjónvarpinu 24. september þar sem hún fékk mikið áhorf. Í myndinni er fylgst með Kristni Guðnasyni fjallkóngi og gangnamönnum í leitum á Landmannaafrétti. Í myndinni er gefin raunsönn mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru. Fjallkóngurinn sjálfur, Kristinn kom í spjall í þáttinn í dag.

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert, hér á landi var fyrst haldið upp á hann árið 1996. Í ár verður dagskrá í Bíó Paradís, sem sagt næsta þriðjudag kl.14 , þar sem haldin verða ávörp, fyrirlestrar og skemmtiatriði. Við fengum Orra Hilmarsson, formann dagsins hér á landi í viðtal í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Fly Me to the Moon / Hljómar (Hljóðritað í Útvarpssal Skúlagötu 4, þann 9. október 1963. Upptaka gerð fyrir óskalagaþáttinn Lög unga fólksins, fyrst heyrist Einar Júlíusson, þáverandi söngvari, kynna alla hljómsveitina.)

Hey love / Marína Ósk (Marína Ósk Þórólfsdóttir)

Snert hörpu mína /Edda Heiðrún (Atli Heimir Sveinsson og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)

Miss Chatelaine / KD Lang (KD Lang og Ben Mink)

Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

5. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,