Mannlegi þátturinn

Þjóðræknisþing, Valdimar og mannleg samskipti og Uppskriftabókin á RÚV

Næsta sunnudag stendur Þjóðræknisfélag Íslendinga fyrir Þjóðræknisþingi í Reykjavík, en markmið félagsins er efla tengsl, samhyggð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Guðrún Ágústsdóttir, formaður félagsins og Pála Hallgrímsdóttir sem er í stjórn félagsins komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá þinginu og félaginu.

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi mun vera með okkur á fimmtudögum í haust með það sem við köllum Mannleg samskipti. Við kynntumst Valdimari í dag og hvar hans reynsla liggur og fórum með honum yfir það sem hann mun taka fyrir næstu fimmtudaga, til dæmis margar hliðar meðvirkni og í rauninni hvað meðvirkni er. Áföll og afleiðingar áfalla og margt fleira, sem einmitt getur haft áhrif á samskipti okkar við annað fólk, innan fjölskyldna, í ástarsamböndum, á vinnustaðnum og í rauninni út um allt. Mynstur sem við þróum, af ýmsum ástæðum, í æsku fylgja okkur í gegnum lífið og litar öll okkar samskipti við annað fólk. Hlustendur geta svo jafnvel sent spurningar á [email protected] sem Valdimar Þór mun gera sitt besta við svara næstu fimmtudaga.

Uppskriftabókin er nýr matreiðsluþáttur þar sem Solla Eiríks heimsækir konur sem hafa áratuga reynslu af matargerð og fær kíkja í uppskriftarbækur þeirra. Uppskriftabókin eru þættir sem flétta saman matarhefðum okkar við nýsköpun og náttúruauð, með það markmiði miðla þekkingu á milli kynslóða. Sunneva Ása Weisshappel leikstýrir þáttunum og hún kom ásamt Sollu í þáttinn í dag, en í fyrsta þættinum koma við sögu kindakæfa og sápa.

Tónlist í þættinum í dag:

Garden party / Mezzoforte (Eyþór Gunnarsson)

Peaceful Easy Feeling / Eagles (Jack Tempchin)

Slide on by / Hera Hjartardóttir (Hera Hjartardóttir)

Út hjá Haga / Bubbi Morthens (Carl Michael Bellman, íslenskur texti Hjörtur Pálsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

4. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,