Mannlegi þátturinn

Föstudagsgesturinn Lilja Sigurðardóttir og matarspjall um pönnukökur

MANNLEGI ÞÁTTURINN FÖSTUDAGUR 14.JÚNÍ

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR

Lilja Sigurðardóttir glæpasagnahöfundur, leikskáld og handritshöfundur var föstudagsgestur hjá okkur í dag. Eftir Lilju liggja ellefu bækur, átta þeirra hafa verið þýddar á erlend tungumál og um milljón eintaka verið seld í tuttugu löndum. Því fylgir sjálfsögðu mikið kynningarstarf, krefst ferðalaga og viðveru á glæpasagnahátíðum um allan heim. Við heyrðum hvað Lilja er helst fást við þessa dagana og líka af æsku hennar en foreldrar hennar voru heimshornaflakkarar og bjó hún víða erlendis á sínum mótunarárum.

Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti renndum við yfir þá fjölmörgu pósta sem okkur bárust í síðustu viku vegna pönnukökuspjalls og vörpuðum við þeirri spurningu fram, af hverju festast pönnukökur við pönnukökupönnuna? Síðan hringdum við í frú Sigurlaugu sem brá sér til Parísar til kanna hina frönsku pönnuköku.

Frumflutt

14. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,