Mannlegi þátturinn

Einmannaleiki, Covid í dag og börn sem eiga tvö heimili

Það hefur komið fram í fjölmiðlum einmanaleiki algengur meðal eldra fólks á Vesturlöndum og stundum er talað um faraldur. Ásgeir Rúnar Helgason sálfræðingur tekur undir þetta faraldur og segir skilgreining okkar á einsemd hafa engan til deilda með erfiðum tilfinningum. Á vefsíðunni www.lifdununa.is er finna áhugavert viðtal við Ásgeir og hann kkom í þáttinn í dag.

Allt í gegnum Covid faraldurinn fengum við gríðarlega mikið af fréttum honum tengdum, það voru upplýsingafundir á vegum Almannavarna nánast upp á hvern einasta dag þar sem við heyrðum um smittölur, lokanir, samkomutakmarkanir, tveggja metra regluna, grímunotkun, bólusetningar og fleira og fleira. En hefur ekki mikið heyrst í langan tíma, einstaka frétt um fólk enn Covid, sem virðist þó vera talsverður fjöldi, eða hvað? Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir kom í þáttinn í dag og við fengum hana til segja okkur frá því hvernig staðan er í dag. Er Covid bara hægt og rólega deyja út, eða erum við bara ekki lengur móttækileg fyrir fréttum? Er staðan ennþá slæm einhversstaðar í heiminum? Og hvernig er staðan framundan, eru blikur á lofti?

Svo fræddumst við um námskeiðið Þarfir barna á tveimur heimilum sem eitt af námskeiðunum sem Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á. Á námskeiðinu verður fjallað um líðan barna sem búa á tveimur heimilum og álagið sem því fyrirkomulagi getur fylgt. Þau Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi og Davíð Alexander Östergaard, meistaranemi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, standa námskeiðinu og komu í þáttinn í dag og fóru með okkur yfir það sem hafa ber í huga og hverjar hætturnar og hvar flækjustigin geta verið þegar börn búa á tveimur heimilum.

Tónlist í þættinum í dag:

Við eigum samleið / Elly Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson)

Green Green / The New Christy Minstrels (B. McGuire & R. Sparks)

I have a dream / Abba (Benny Andersson & Björn Ulvaeus)

Smooth Sailing / Ella Fitzgerald (Arnett Cobb)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

2. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,